Hið heimsfræga Fjaðrárgljúfur

Hafdís Fannberg skrifar:

Það fór eflaust ekki framhjá neinum þegar Justin Bieber kom hingað til lands árið 2015 og tók upp tónlistarmyndband fyrir lagið sitt I’ll Show You. Hann tók það meðal annars upp í Fjaðrárgljúfri á Suðausturlandi en eftir að myndbandið var frumsýnt jókst umferð ferðamanna um gljúfrið gífurlega mikið.

Umhverfisráðuneytið tók ákvörðun um að loka gljúfrinu í janúar 2019 vegna þess að það voru ekki til staðar nógu góðir göngustígar til að leiðbeina umferð ferðamanna um svæðið. Það olli eyðileggingu þegar fólk fór út fyrir göngustíga til að reyna að forðast drullu og aurleðju sem lá yfir göngustígnum, og við það skemmdist viðkvæmur nærliggjandi gróður. í sumar lét umhverfisráðuneytið betrumbæta göngustíg á svæðinu til að beina umferðinni um gljúfrið á sem öruggastan hátt fyrir umhverfið jafnt og ferðamenn.

Fjaðrárgljúfur var opnað aftur í júní 2019 en gróðurinn er ekki ennþá búinn að jafna sig eftir ágang ferðamanna. Þetta gljúfur var lítt þekkt þar til Justin Bieber heimsótti það en umferð um svæðið jókst um u.þ.b. 80% á tveimur árum. Það er spurning hvaða poppstjarna kemur næst til landsins til að taka upp myndband, ætli það þurfi að láta loka Mosfellsdal eða Arnarstapa næst? Umhverfisráðuneytið þarf alltaf að vera viðbúið því að svona komi fyrir og þarf að hugsa fljótt til þess að geta verndað umhverfið fyrir ágangi ferðamanna.

Hér að neðan má sjá myndbandið sem gerði gljúfrið heimsfrægt.

Leave a comment

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: