Álfabikarinn – lykillinn að umhverfisvænni blæðingum

Flestar konur sem hafa blæðingar eru vanar því að nota tíðavörur á borð við dömubindi og túrtappa þegar sá tími mánaðarins skellur á. Það sem margir vita hins vegar ekki, er að umhverfisáhrif einnota tíðavara eru töluverð.

Til að búa þessar vörur til þarf til dæmis mikið af bómull, en ræktun bómullarplantna krefst mikillar vatnsnotkunar. Þá nota fæstir tíðavöruframleiðendur ekki lífrænt ræktaða bómull og bómullin sem notuð er í framleiðsluna er því mettuð af skordýraeitri og fleiri eiturefnum. Á dömubindum er einnig pólýetýlenplast, skaðlegt efni sem notað er sem lím. Þá innihalda túrtappar efni eins og díoxín, klór og rayon.

Þegar tíðavörunum hefur verið hent verða þessi skaðlegu efni eftir á urðunarstöðum og jarðvegurinn fer að að taka þessi efni inn í sig. Í kjölfarið mengast bæði vatn og loft. Það getur tekið dömubindi og túrtappa nokkrar aldir að brotna niður og ársbirgðir af einnota tíðavörum skilja eftir sig um 5,3 kg kolefnisfótspor á hverja konu. Konur hafa að meðaltali blæðingar mánaðarlega í 38 ár og þá er kolefnisfótsporið komið upp í 201,4 kg á hverja konu sem notar einnota tíðavörur.

Hins vegar er til umhverfisvænni kostur og hægt er að skipta túrtöppum út fyrir álfabikar. Álfabikarinn er margnota bikar sem tekur við tíðablóði. Ef hann er þrifinn vel, dugar hann í allt að 10 ár og hann jafnast á við um 2400 dömubindi eða túrtappa! Þá er líka möguleiki að nota túrnærbuxur, sem taka á móti tíðablóði, og fjölnota dömubindi sem má þvo eftir hverja notkun og nota aftur og aftur.

Leave a comment

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: