Endurheimt votlendis getur skipt sköpum – umfjöllun um Votlendissjóðinn

Votlendissjóðurinn var stofnaður þann 6. apríl 2018. Þegar sjóðurinn var stofnaður var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, skipaður verndari hans. Samhliða verndaranum starfar stjórnin, sem stýrt er af Eyþóri Eðvarðssyni stjórnarformanni Votlendissjóðsins, og fagráði Votlendissjóð sem skipað er sérfræðingum í náttúrufræði frá helstu náttúrufræðistofnunum landsins. Fagráðið sér um að ákvarða hvort tiltekið landsvæði, þar sem á að endurheimta votlendi, uppfylli skilyrði sem votlendissjóður setur landsvæðum sem er í boði að endurheimta. Ráðið áætlar flatarmál landsvæðis sem á að endurheimta og ráðleggur bestu leið til þess.   

Endurheimt votlendis er ódýr og áhrifarík leið til að minnka kolefnisfótspor. Nokkru eftir iðnbyltinguna var ákveðið að undirbúa þyrfti íslenskan jarðveg fyrir matvælaræktun og þess vegna voru grafnir skurðar þvers og kruss í gegnum landið. Við þetta lækkar vatnsstaða landsvæðis í 200 metra fjarlægð frá skurðinum. Þá síast allt vatn úr jarðveginum út í skurðina og súrefni kemst í uppsöfnuð mólög (margra metra þykkt lag af lífrænum massa). Mórinn byrjar að rotna og við það losna 20 tonn af CO2 á ári en til samanburðar losar nýlegur smábíll 2 tonn af CO2 á ári. 

Með því að fylla upp í þessa 34.000 kílómetra af skurðum með jarðveg endurheimtum við votlendið. Önnur aðferð er að stífla skurðina og mynda lítið lón eða stöðuvatn. Áhrif beggja aðferða er sú sama. Vatn safnast í jarðveginum á nýjan leik og vatnsstaðan nær nægri hæð til að landsvæðið umbreytist í votlendi. 

Allir geta styrkt Votlendissjóðinn en fyrir peninginn fær maður tonn af CO. 1 tonn af COkostar 5000 krónur en hægt er að kolefnisjafna skólaaksturinn fyrir 10.000 krónur á ári.

Leave a comment

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: