Kolefnisbinding og minnkun losunar vegna landnotkunar

Losun sem tengist landnotkun, svo sem umhirðu skóga og framfærslu votlendis, er að mestu leyti utan skuldbindinga ríkjanna í Kýótó-bókuninni og í regluverki Evrópusambandsins. Meginástæðan fyrir því er sú að erfiðara er að meta losun frá bruna kola, olíu og iðnferlum. Einnig getur reynst erfitt að finna út hvort losunin sé af mannavöldum eða af náttúrunnar hendi. En ekki er þó horft fram hjá áhrifum landnotkunar, því á heimsvísu er hún talin næststærsta uppspretta losunar eftir bruna jarðefnaeldsneytis. Reynt hefur verið að halda þessu í skefjum með því að setja á reglur um losun frá landsnotkun. Einnig hafa verið settir á fót hópar sem meta losunina.

Fáar þjóðir hafa jafn gott tækifæri eins og Ísland til að draga úr losun vegna landnotkunar og efla kolefnisbindingu. Á íslandi hefur gróður hnignað mikið og votlendi þornað upp, sem veldur því að mikil losun koltívóxíðs kemur úr þessum uppþornuðu votlendis löndum. Því er auðvelt fyrir okkur að losa úr þessari losun og endurheimta votlendi og hægt er að binda kolefni úr andrúmsloftinu með landgræðslu og skógrækt.

Í nýjustu skýrslu frá Íslandi um losunarbókhald til Loftslagssráðs Sameinuðu þjóðanna var losun frá mýrum metin um 10 miljónir tonna á ári. Mat þeirra á losun hefur breyst á undanförnum árum þar sem þeir hafa öðlast betri þekkingar á þessum málum, bæði á alþjóðavettvangi og hér á Íslandi. Það er ljóst að það er gríðarleg losun og að líkur eru á að endurheimt skili miklum árangri í því að minnka losunina. Talið er að allt að helmingur alls framræsts votlendis sé ekki nýtt til landbúnaðar.

Kolefnisbinding með skógrækt hefur verið þekkt um langt skeið til þess að minnka kolefnin í andrúmsloftinu en binding skóglendis nam á um 232.000 tonn árið 2016 og binding  í landgræðslu nam um 186.000 tonn. Kolefnisbinding í gróðri og jarðvegi tekur langan tíma og er ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu því trjágróður er sérstaklega lengi að vaxa. Kolefnisbinding er því ekki hentug skammtímalausn en á móti kemur að hún skilar bættu umhverfi til lengri tíma.

Losun og kolefnisbinding tengd landnotkun er metin sérstaklega í alþjóðlegu losunarbókhaldi og skuldbindingum. En í núverandi reglum Evrópu er til dæmis ekki hægt að færa loftslagsávinning vegna aðgerða í landnotkun til tekna á móti öðrum geirum nema að mjög takmörkuðu leyti. Nýjar reglur hafa verið settar fram sem eiga að taka gildi 2020 og er gerð sú krafa að ríki mega ekki losa meira en þau kolefnisbinda og að auki er heimilt að bókfæra ávinning af slíkum aðgerðum á móti losun frá landbúnaði en þar er þó ekki sett hátt þak. Ísland þyrfti þá samkvæmt þessum reglum að tryggja að losun yrði ekki meiri en skógrækt og landgræðsla. 

Þó er hægt að fullyrða að jákvæðar aðgerðir á sviði landnotkunar hafa gríðarlega jákvæð áhrif á andrúmsloftið og gagnast markmiðunum um kolefnishlutleysi fyrir 2040 sem næst örugglega ekki nema að menn taki sig á þessu sviði. Slíkt verður helst tryggt með áframhaldi góðu bókhaldi og ávinningi af því sem verið er að gera. Það auðveldar Íslendingum jafnframt að fá árangur á þessu sviði viðurkenndan í alþjóðlegum samanburði og regluverki.

Leave a comment

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: