Súrnandi sjór og hækkandi sjávaryfirborð – fyrirlestur dr. Halldórs Björnssonar

Doktor Halldór Björnsson kom í heimsókn til FÁ um miðjan nóvember og hélt fyrir okkur fyrirlestur um loftslagsbreytingar. Hann einbeitti sér að veður-og sjávarbreytingum á Íslandi en hann gerði einnig grein fyrir hnattrænum loftslagsbreytingum. Árið 2018 gaf hann út skýrslu með vísindanefnd á vegum Veðurstofunnar. Skýrslan byggist aðallega á samantektum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar en hún fjallar um loftlagstengdar breytingar á lífríki og samfélagi Íslands.

Halldór sagði okkur frá Charles Keeling og COmælingunum á Mauna Loa en sá staður var valinn vegna fjarlægðar eyjunnar frá mannabyggð. Gögn frá rannsóknarstöðinni sýna mjög skýrt að COí andrúmsloftinu hefur aukist um þriðjung yfir sögulegt hámark síðustu 650.000 árin. Við höfum slegið met hita ár eftir ár á 21. öldinni en 1998 hangir enn inni á listanum yfir heitustu árin. Landsvæði hlýna ójafnt. Meginlönd hlýna meira og lítið svæði SV af Íslandi hefur ekki hlýnað.           

Söguleg rökfærsla og þróuð tölvulíkön sanna að hlýnunin sé af mannavöldum. Líkönin hans Halldórs eru keyrð með mismunandi breytum, t.d. ákveðnu hlutfalli COí lofthjúpnum. Ef líkan er keyrt með óbreyttu magni COverður engin hlýnun en ef líkanið er keyrt með þeirri hamfaralosun sem við stundum í dag fer meðalhitastig langt yfir líðandi mörk.

Á Íslandi sveiflast aukning og dvínun í hitastig á rúmlega 40 ára fresti, þ.e.a.s. á 40 ára tímabili kólnar en 40 ár eftir það hlýnar. Þetta er venjulegt en ef við skoðum síðustu 100 árin og drögum leitnilínu þá sýnir hún hlýnun. Ef við teiknum línu á ská í gegnum landið í SV-NA stefnu sést að NV megin hefur hlýnun og úrkoma aukist meira en hinum megin.

Jöklarannsóknarfélagið hefur markvisst kannað hop og framgang jökla síðustu 90 árin. Á milli 1930-60 hopuðu jöklarnir, þeir gengu fram 1960-1990 en hafa verið að hopa síðan 1990. Þegar jöklar hopa verða miklar breytingar á umhverfi þeirra, t.d. breytast árfarvegir, en Breiðamerkurlón varð líka til við að Breiðamerkurjökull hopaði. Við tap jöklanna rís landið vegna þess að öll þessi þyngd heldur landinu niðri.

Hitastigsbreytingin hefur áhrif á komutíma farfugla. Þegar spói, sem hefur veturdvöl í Afríku, og Jaðrakan, sem hefur veturdvöl í Evrópu, eru bornir saman kemur í ljós að Jaðrakaninn er farinn að koma fyrr en spóinn kemur á sama tíma. Þetta er vegna þess að það er farið að kólna fyrr í Evrópu. Spóinn veit hins vegar ekki að það er orðið hlýrra á Íslandi, þess vegna kemur hann enn þá á sama tíma árs. Þetta er eitt dæmi um röskun lífskeðja vegna hlýnunar.

Sjórinn súrnar mest norðan við Ísland. Við aukið magn COí sjónum verður erfiðara fyrir skeldýr að vinna kalk úr sjónum, þetta hefur þær róttæku afleiðingar að fæða minnkar á fyrsta stigi fæðukeðjunnar. Þetta er áður óþekkt ferli en myndi verða til þess að öll fæðukeðjan raskist.

Sviðsmyndir Halldórs segja okkur sögu. Við erum ekki með það á hreinu hversu mikið við losum. Halldór sýndi okkur fjórar sviðsmyndir en í hverri sviðsmynd var mismunandi þróun í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2100. Í bestu sviðsmyndinni varð þróunin sú að við færum að binda meira COen við losuðum. Versta sviðsmyndin sýndi afleiðingarnar af sömu þróun og er til staðar í dag.

Að lokum tók Halldór fram að sjávarstöðuhækkun á Íslandi myndi ver 30-40% af hnattrænni sjávarstöðuhækkun, að við þyrftum styrjaldarátak til að ná bestu úrkomunni (þetta er þó ekki slæm leið þar sem styrjaldarátak er ekki hættulegt þó svo að styrjaldir séu mannskæðar) og að það afdrifaríkasta sem við gætum gert er að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda og lækka aðra skatta til móts

Leave a comment

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: