Ljósmynda rannsókn fyrir umhverfið 2020

Verkið tengir nokkur heimsmarkmið á mínu mati en aðal viðfangsefnið mitt var mengun jarðar (lofstslags mál, líf í vatni, líf á landi ábyrgð og neysla).Ruslið okkar hefur áhrif á allt í náttúrunni og það er okkar ábyrgð hvar það fer eftir að við hendum því. WHY? eftir Eva Dögg Halldorsdóttir We must not only take …

Súrnandi sjór og hækkandi sjávaryfirborð – fyrirlestur dr. Halldórs Björnssonar

Doktor Halldór Björnsson kom í heimsókn til FÁ um miðjan nóvember og hélt fyrir okkur fyrirlestur um loftslagsbreytingar. Hann einbeitti sér að veður-og sjávarbreytingum á Íslandi en hann gerði einnig grein fyrir hnattrænum loftslagsbreytingum. Árið 2018 gaf hann út skýrslu með vísindanefnd á vegum Veðurstofunnar. Skýrslan byggist aðallega á samantektum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar en hún fjallar …

Kolefnisbinding og minnkun losunar vegna landnotkunar

Losun sem tengist landnotkun, svo sem umhirðu skóga og framfærslu votlendis, er að mestu leyti utan skuldbindinga ríkjanna í Kýótó-bókuninni og í regluverki Evrópusambandsins. Meginástæðan fyrir því er sú að erfiðara er að meta losun frá bruna kola, olíu og iðnferlum. Einnig getur reynst erfitt að finna út hvort losunin sé af mannavöldum eða af náttúrunnar hendi. En ekki er …

Endurheimt votlendis getur skipt sköpum – umfjöllun um Votlendissjóðinn

Votlendissjóðurinn var stofnaður þann 6. apríl 2018. Þegar sjóðurinn var stofnaður var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, skipaður verndari hans. Samhliða verndaranum starfar stjórnin, sem stýrt er af Eyþóri Eðvarðssyni stjórnarformanni Votlendissjóðsins, og fagráði Votlendissjóð sem skipað er sérfræðingum í náttúrufræði frá helstu náttúrufræðistofnunum landsins. Fagráðið sér um að ákvarða hvort tiltekið landsvæði, þar sem á að endurheimta votlendi, …

Álfabikarinn – lykillinn að umhverfisvænni blæðingum

Flestar konur sem hafa blæðingar eru vanar því að nota tíðavörur á borð við dömubindi og túrtappa þegar sá tími mánaðarins skellur á. Það sem margir vita hins vegar ekki, er að umhverfisáhrif einnota tíðavara eru töluverð. Til að búa þessar vörur til þarf til dæmis mikið af bómull, en ræktun bómullarplantna krefst mikillar vatnsnotkunar. …

Hið heimsfræga Fjaðrárgljúfur

Hafdís Fannberg skrifar: Það fór eflaust ekki framhjá neinum þegar Justin Bieber kom hingað til lands árið 2015 og tók upp tónlistarmyndband fyrir lagið sitt I’ll Show You. Hann tók það meðal annars upp í Fjaðrárgljúfri á Suðausturlandi en eftir að myndbandið var frumsýnt jókst umferð ferðamanna um gljúfrið gífurlega mikið. Umhverfisráðuneytið tók ákvörðun um …

Áhrif fataframleiðslu á umhverfið

Áhrif fataframleiðslu á umhverfið eru gífurleg. Fataiðnaðurinn er bæði hraður og mengandi, fjöldi flíka endar nánast ónotaður í landfyllingu en margir eru ómeðvitaður um þau miklu umhverfisáhrif sem fataframleiðsla hefur. En hvað getum við gert? Kynntu þér áhrif fataiðnaðarins og mögulegar lausnir í myndbandinu hér að neðan.

Nemendur safna fyrir Votlendissjóð

Í gær, 16. september, var Dagur íslenskrar náttúru. Í tilefni dagsins komu Eyþór Eðvaldsson, stjórnarformaður sjóðsins, og Einar Bárðason, framkvæmdastjóri hans, í heimsókn í skólann. Eyþór hélt fyrirlestur um endurheimt votlendis og nemendur í Umhverfisráði afhentu sjóðnum peningagjöf en hluta hennar söfnuðu nemendur sjálfir með því að halda fatamarkað á Umhverfisdögum í vor. Við hvetjum …

Er loftslag á jörðinni að breytast og af hverju?

Á 19. öld varð mönnum ljóst að lofthjúpurinn hækkar meðalhita jarðarinnar. Vissar lofttegundir í lofthjúpnum breyta varmageislun frá jörðinni þannig að neðri hluti lofthjúpsins og yfirborð jarðar hlýna. Þessi áhrif eru nefnd gróðurhúsaáhrif, og án þeirra væri meðalhiti jarðar undir frostmarki. Vitað var að CO2 er mikilvirk gróðurhúsalofttegund og því þótti ástæða til að fylgjast …