Ljósmynda rannsókn fyrir umhverfið 2020

Congratulations, humanity eftir : Ásdís Rós Þórisdóttir.

Verkið tengir nokkur heimsmarkmið á mínu mati en aðal viðfangsefnið mitt var mengun jarðar (lofstslags mál, líf í vatni, líf á landi ábyrgð og neysla).
Ruslið okkar hefur áhrif á allt í náttúrunni og það er okkar ábyrgð hvar það fer eftir að við hendum því.

WHY? eftir Eva Dögg Halldorsdóttir

We must not only take care of the health of our nature but also it’s beauty. If we don’t preserve it’s beauty then the world would become gray and dull.
Why must we build these concrete monstrosities in nature without thinking about the impact they have on the nature surrounding them. The structures are in black and white to create a bigger contrast.

Co2_O2 eftir: Anton Levi Inguson

DIAMONDS

DIAMONDS eftir: Mayer Juliana A. Sevillano,
Felicia Felicia, Alexandra Von Höskuldsdóttir
This project was to showcase all of the impacts of the climate changes that have gotten worse over the years. We decided to focus on the destruction of the melting of our glaciers and how parts of those glaciers are dislodging themselves and ending up on this beach in Iceland that is called Diamond Beach. The views of this beach are beautiful but beyond that lies the reality that if this global warming continues on like it has we will be left with no glaciers left and large areas all around the world submerged underwater. We chose to highlight this beach and the problems with our glaciers because we live on an island that is surrounded by water, and if this global warming continues at this rapid pace our island will suffer tremendously by this and it will disappear because of the rising sea levels.

Andrými eftir: Bergmann Sigurður Guðjónsson

Andrými started as a community gathering around a free dinner for all to have access to warm food and connection with people in town. The focus was to create a space where refugees and migrants could meet locals and each other, get out of our private, alienating lives, and become more collective beings.

Since Andrými secured a house, it has come to shelter a lot of activities meetings of different grassroots groups, people organising and mobilizing for a better society, an anarchist library, a free shop, a kitchen for all, different events focused on skill sharing or socializing.

Once Andrými got into a rhythm, it stopped being a specific group, becoming rather a place that is open for all that want to get involved and organize within it. up their hearts towards processes that promote inclusion and the creation of safer spaces for all.

HVERSU LANGT ÆTLUM VIÐ AÐ LÁTA ÞETTA GANGA?:
eftir Hildur Ýrr Káradóttir Schram

það eru tímar sem við erum búin að meinga nog fyrir lífinu,  og núna er lífið að meinga fyrir okkur.

Þetta er eitthvað nýtt til að taka á og á þetta að vera áramóta heiti allra í næstkomandi árs.

ekki  er hægt að láta stop á tíman en við getum látið stop á veikleika jarðarinnar og hjálpað henni áfram að dafna, og verða sú sem hún var.

Hversu lagt ætlum við að láta þetta ganga?

Súrnandi sjór og hækkandi sjávaryfirborð – fyrirlestur dr. Halldórs Björnssonar

Doktor Halldór Björnsson kom í heimsókn til FÁ um miðjan nóvember og hélt fyrir okkur fyrirlestur um loftslagsbreytingar. Hann einbeitti sér að veður-og sjávarbreytingum á Íslandi en hann gerði einnig grein fyrir hnattrænum loftslagsbreytingum. Árið 2018 gaf hann út skýrslu með vísindanefnd á vegum Veðurstofunnar. Skýrslan byggist aðallega á samantektum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar en hún fjallar um loftlagstengdar breytingar á lífríki og samfélagi Íslands.

Halldór sagði okkur frá Charles Keeling og COmælingunum á Mauna Loa en sá staður var valinn vegna fjarlægðar eyjunnar frá mannabyggð. Gögn frá rannsóknarstöðinni sýna mjög skýrt að COí andrúmsloftinu hefur aukist um þriðjung yfir sögulegt hámark síðustu 650.000 árin. Við höfum slegið met hita ár eftir ár á 21. öldinni en 1998 hangir enn inni á listanum yfir heitustu árin. Landsvæði hlýna ójafnt. Meginlönd hlýna meira og lítið svæði SV af Íslandi hefur ekki hlýnað.           

Söguleg rökfærsla og þróuð tölvulíkön sanna að hlýnunin sé af mannavöldum. Líkönin hans Halldórs eru keyrð með mismunandi breytum, t.d. ákveðnu hlutfalli COí lofthjúpnum. Ef líkan er keyrt með óbreyttu magni COverður engin hlýnun en ef líkanið er keyrt með þeirri hamfaralosun sem við stundum í dag fer meðalhitastig langt yfir líðandi mörk.

Á Íslandi sveiflast aukning og dvínun í hitastig á rúmlega 40 ára fresti, þ.e.a.s. á 40 ára tímabili kólnar en 40 ár eftir það hlýnar. Þetta er venjulegt en ef við skoðum síðustu 100 árin og drögum leitnilínu þá sýnir hún hlýnun. Ef við teiknum línu á ská í gegnum landið í SV-NA stefnu sést að NV megin hefur hlýnun og úrkoma aukist meira en hinum megin.

Jöklarannsóknarfélagið hefur markvisst kannað hop og framgang jökla síðustu 90 árin. Á milli 1930-60 hopuðu jöklarnir, þeir gengu fram 1960-1990 en hafa verið að hopa síðan 1990. Þegar jöklar hopa verða miklar breytingar á umhverfi þeirra, t.d. breytast árfarvegir, en Breiðamerkurlón varð líka til við að Breiðamerkurjökull hopaði. Við tap jöklanna rís landið vegna þess að öll þessi þyngd heldur landinu niðri.

Hitastigsbreytingin hefur áhrif á komutíma farfugla. Þegar spói, sem hefur veturdvöl í Afríku, og Jaðrakan, sem hefur veturdvöl í Evrópu, eru bornir saman kemur í ljós að Jaðrakaninn er farinn að koma fyrr en spóinn kemur á sama tíma. Þetta er vegna þess að það er farið að kólna fyrr í Evrópu. Spóinn veit hins vegar ekki að það er orðið hlýrra á Íslandi, þess vegna kemur hann enn þá á sama tíma árs. Þetta er eitt dæmi um röskun lífskeðja vegna hlýnunar.

Sjórinn súrnar mest norðan við Ísland. Við aukið magn COí sjónum verður erfiðara fyrir skeldýr að vinna kalk úr sjónum, þetta hefur þær róttæku afleiðingar að fæða minnkar á fyrsta stigi fæðukeðjunnar. Þetta er áður óþekkt ferli en myndi verða til þess að öll fæðukeðjan raskist.

Sviðsmyndir Halldórs segja okkur sögu. Við erum ekki með það á hreinu hversu mikið við losum. Halldór sýndi okkur fjórar sviðsmyndir en í hverri sviðsmynd var mismunandi þróun í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2100. Í bestu sviðsmyndinni varð þróunin sú að við færum að binda meira COen við losuðum. Versta sviðsmyndin sýndi afleiðingarnar af sömu þróun og er til staðar í dag.

Að lokum tók Halldór fram að sjávarstöðuhækkun á Íslandi myndi ver 30-40% af hnattrænni sjávarstöðuhækkun, að við þyrftum styrjaldarátak til að ná bestu úrkomunni (þetta er þó ekki slæm leið þar sem styrjaldarátak er ekki hættulegt þó svo að styrjaldir séu mannskæðar) og að það afdrifaríkasta sem við gætum gert er að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda og lækka aðra skatta til móts

Kolefnisbinding og minnkun losunar vegna landnotkunar

Losun sem tengist landnotkun, svo sem umhirðu skóga og framfærslu votlendis, er að mestu leyti utan skuldbindinga ríkjanna í Kýótó-bókuninni og í regluverki Evrópusambandsins. Meginástæðan fyrir því er sú að erfiðara er að meta losun frá bruna kola, olíu og iðnferlum. Einnig getur reynst erfitt að finna út hvort losunin sé af mannavöldum eða af náttúrunnar hendi. En ekki er þó horft fram hjá áhrifum landnotkunar, því á heimsvísu er hún talin næststærsta uppspretta losunar eftir bruna jarðefnaeldsneytis. Reynt hefur verið að halda þessu í skefjum með því að setja á reglur um losun frá landsnotkun. Einnig hafa verið settir á fót hópar sem meta losunina.

Fáar þjóðir hafa jafn gott tækifæri eins og Ísland til að draga úr losun vegna landnotkunar og efla kolefnisbindingu. Á íslandi hefur gróður hnignað mikið og votlendi þornað upp, sem veldur því að mikil losun koltívóxíðs kemur úr þessum uppþornuðu votlendis löndum. Því er auðvelt fyrir okkur að losa úr þessari losun og endurheimta votlendi og hægt er að binda kolefni úr andrúmsloftinu með landgræðslu og skógrækt.

Í nýjustu skýrslu frá Íslandi um losunarbókhald til Loftslagssráðs Sameinuðu þjóðanna var losun frá mýrum metin um 10 miljónir tonna á ári. Mat þeirra á losun hefur breyst á undanförnum árum þar sem þeir hafa öðlast betri þekkingar á þessum málum, bæði á alþjóðavettvangi og hér á Íslandi. Það er ljóst að það er gríðarleg losun og að líkur eru á að endurheimt skili miklum árangri í því að minnka losunina. Talið er að allt að helmingur alls framræsts votlendis sé ekki nýtt til landbúnaðar.

Kolefnisbinding með skógrækt hefur verið þekkt um langt skeið til þess að minnka kolefnin í andrúmsloftinu en binding skóglendis nam á um 232.000 tonn árið 2016 og binding  í landgræðslu nam um 186.000 tonn. Kolefnisbinding í gróðri og jarðvegi tekur langan tíma og er ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu því trjágróður er sérstaklega lengi að vaxa. Kolefnisbinding er því ekki hentug skammtímalausn en á móti kemur að hún skilar bættu umhverfi til lengri tíma.

Losun og kolefnisbinding tengd landnotkun er metin sérstaklega í alþjóðlegu losunarbókhaldi og skuldbindingum. En í núverandi reglum Evrópu er til dæmis ekki hægt að færa loftslagsávinning vegna aðgerða í landnotkun til tekna á móti öðrum geirum nema að mjög takmörkuðu leyti. Nýjar reglur hafa verið settar fram sem eiga að taka gildi 2020 og er gerð sú krafa að ríki mega ekki losa meira en þau kolefnisbinda og að auki er heimilt að bókfæra ávinning af slíkum aðgerðum á móti losun frá landbúnaði en þar er þó ekki sett hátt þak. Ísland þyrfti þá samkvæmt þessum reglum að tryggja að losun yrði ekki meiri en skógrækt og landgræðsla. 

Þó er hægt að fullyrða að jákvæðar aðgerðir á sviði landnotkunar hafa gríðarlega jákvæð áhrif á andrúmsloftið og gagnast markmiðunum um kolefnishlutleysi fyrir 2040 sem næst örugglega ekki nema að menn taki sig á þessu sviði. Slíkt verður helst tryggt með áframhaldi góðu bókhaldi og ávinningi af því sem verið er að gera. Það auðveldar Íslendingum jafnframt að fá árangur á þessu sviði viðurkenndan í alþjóðlegum samanburði og regluverki.

Endurheimt votlendis getur skipt sköpum – umfjöllun um Votlendissjóðinn

Votlendissjóðurinn var stofnaður þann 6. apríl 2018. Þegar sjóðurinn var stofnaður var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, skipaður verndari hans. Samhliða verndaranum starfar stjórnin, sem stýrt er af Eyþóri Eðvarðssyni stjórnarformanni Votlendissjóðsins, og fagráði Votlendissjóð sem skipað er sérfræðingum í náttúrufræði frá helstu náttúrufræðistofnunum landsins. Fagráðið sér um að ákvarða hvort tiltekið landsvæði, þar sem á að endurheimta votlendi, uppfylli skilyrði sem votlendissjóður setur landsvæðum sem er í boði að endurheimta. Ráðið áætlar flatarmál landsvæðis sem á að endurheimta og ráðleggur bestu leið til þess.   

Endurheimt votlendis er ódýr og áhrifarík leið til að minnka kolefnisfótspor. Nokkru eftir iðnbyltinguna var ákveðið að undirbúa þyrfti íslenskan jarðveg fyrir matvælaræktun og þess vegna voru grafnir skurðar þvers og kruss í gegnum landið. Við þetta lækkar vatnsstaða landsvæðis í 200 metra fjarlægð frá skurðinum. Þá síast allt vatn úr jarðveginum út í skurðina og súrefni kemst í uppsöfnuð mólög (margra metra þykkt lag af lífrænum massa). Mórinn byrjar að rotna og við það losna 20 tonn af CO2 á ári en til samanburðar losar nýlegur smábíll 2 tonn af CO2 á ári. 

Með því að fylla upp í þessa 34.000 kílómetra af skurðum með jarðveg endurheimtum við votlendið. Önnur aðferð er að stífla skurðina og mynda lítið lón eða stöðuvatn. Áhrif beggja aðferða er sú sama. Vatn safnast í jarðveginum á nýjan leik og vatnsstaðan nær nægri hæð til að landsvæðið umbreytist í votlendi. 

Allir geta styrkt Votlendissjóðinn en fyrir peninginn fær maður tonn af CO. 1 tonn af COkostar 5000 krónur en hægt er að kolefnisjafna skólaaksturinn fyrir 10.000 krónur á ári.

Álfabikarinn – lykillinn að umhverfisvænni blæðingum

Flestar konur sem hafa blæðingar eru vanar því að nota tíðavörur á borð við dömubindi og túrtappa þegar sá tími mánaðarins skellur á. Það sem margir vita hins vegar ekki, er að umhverfisáhrif einnota tíðavara eru töluverð.

Til að búa þessar vörur til þarf til dæmis mikið af bómull, en ræktun bómullarplantna krefst mikillar vatnsnotkunar. Þá nota fæstir tíðavöruframleiðendur ekki lífrænt ræktaða bómull og bómullin sem notuð er í framleiðsluna er því mettuð af skordýraeitri og fleiri eiturefnum. Á dömubindum er einnig pólýetýlenplast, skaðlegt efni sem notað er sem lím. Þá innihalda túrtappar efni eins og díoxín, klór og rayon.

Þegar tíðavörunum hefur verið hent verða þessi skaðlegu efni eftir á urðunarstöðum og jarðvegurinn fer að að taka þessi efni inn í sig. Í kjölfarið mengast bæði vatn og loft. Það getur tekið dömubindi og túrtappa nokkrar aldir að brotna niður og ársbirgðir af einnota tíðavörum skilja eftir sig um 5,3 kg kolefnisfótspor á hverja konu. Konur hafa að meðaltali blæðingar mánaðarlega í 38 ár og þá er kolefnisfótsporið komið upp í 201,4 kg á hverja konu sem notar einnota tíðavörur.

Hins vegar er til umhverfisvænni kostur og hægt er að skipta túrtöppum út fyrir álfabikar. Álfabikarinn er margnota bikar sem tekur við tíðablóði. Ef hann er þrifinn vel, dugar hann í allt að 10 ár og hann jafnast á við um 2400 dömubindi eða túrtappa! Þá er líka möguleiki að nota túrnærbuxur, sem taka á móti tíðablóði, og fjölnota dömubindi sem má þvo eftir hverja notkun og nota aftur og aftur.

Hið heimsfræga Fjaðrárgljúfur

Hafdís Fannberg skrifar:

Það fór eflaust ekki framhjá neinum þegar Justin Bieber kom hingað til lands árið 2015 og tók upp tónlistarmyndband fyrir lagið sitt I’ll Show You. Hann tók það meðal annars upp í Fjaðrárgljúfri á Suðausturlandi en eftir að myndbandið var frumsýnt jókst umferð ferðamanna um gljúfrið gífurlega mikið.

Umhverfisráðuneytið tók ákvörðun um að loka gljúfrinu í janúar 2019 vegna þess að það voru ekki til staðar nógu góðir göngustígar til að leiðbeina umferð ferðamanna um svæðið. Það olli eyðileggingu þegar fólk fór út fyrir göngustíga til að reyna að forðast drullu og aurleðju sem lá yfir göngustígnum, og við það skemmdist viðkvæmur nærliggjandi gróður. í sumar lét umhverfisráðuneytið betrumbæta göngustíg á svæðinu til að beina umferðinni um gljúfrið á sem öruggastan hátt fyrir umhverfið jafnt og ferðamenn.

Fjaðrárgljúfur var opnað aftur í júní 2019 en gróðurinn er ekki ennþá búinn að jafna sig eftir ágang ferðamanna. Þetta gljúfur var lítt þekkt þar til Justin Bieber heimsótti það en umferð um svæðið jókst um u.þ.b. 80% á tveimur árum. Það er spurning hvaða poppstjarna kemur næst til landsins til að taka upp myndband, ætli það þurfi að láta loka Mosfellsdal eða Arnarstapa næst? Umhverfisráðuneytið þarf alltaf að vera viðbúið því að svona komi fyrir og þarf að hugsa fljótt til þess að geta verndað umhverfið fyrir ágangi ferðamanna.

Hér að neðan má sjá myndbandið sem gerði gljúfrið heimsfrægt.

Áhrif fataframleiðslu á umhverfið

Áhrif fataframleiðslu á umhverfið eru gífurleg. Fataiðnaðurinn er bæði hraður og mengandi, fjöldi flíka endar nánast ónotaður í landfyllingu en margir eru ómeðvitaður um þau miklu umhverfisáhrif sem fataframleiðsla hefur. En hvað getum við gert? Kynntu þér áhrif fataiðnaðarins og mögulegar lausnir í myndbandinu hér að neðan.

Nemendur safna fyrir Votlendissjóð

Hluti nemenda í Umhverfisráði skólans og Eyþór og Einar frá Votlendissjóðnum.

Í gær, 16. september, var Dagur íslenskrar náttúru. Í tilefni dagsins komu Eyþór Eðvaldsson, stjórnarformaður sjóðsins, og Einar Bárðason, framkvæmdastjóri hans, í heimsókn í skólann.

Eyþór hélt fyrirlestur um endurheimt votlendis og nemendur í Umhverfisráði afhentu sjóðnum peningagjöf en hluta hennar söfnuðu nemendur sjálfir með því að halda fatamarkað á Umhverfisdögum í vor. Við hvetjum áhugasama til að kynna sér Votlendissjóðinn og störf hans á https://votlendi.is/

Frábær mæting á fyrirlesturinn

Er loftslag á jörðinni að breytast og af hverju?

Á 19. öld varð mönnum ljóst að lofthjúpurinn hækkar meðalhita jarðarinnar. Vissar lofttegundir í lofthjúpnum breyta varmageislun frá jörðinni þannig að neðri hluti lofthjúpsins og yfirborð jarðar hlýna. Þessi áhrif eru nefnd gróðurhúsaáhrif, og án þeirra væri meðalhiti jarðar undir frostmarki. Vitað var að CO2 er mikilvirk gróðurhúsalofttegund og því þótti ástæða til að fylgjast með styrk þess í lofthjúpnum.

Samfelldar mælingar á styrk CO2 í lofthjúpnum hófust árið 1958 á Mauna Loa í Kyrrahafinu.
Strax fyrstu árum mælinganna kom í ljós að styrkur CO2 í lofthjúpnum jókst ár frá ári. Við upphaf mælinganna var styrkur CO2 um 315 ppm (skammstöfun fyrir part per million, það er milljónustu hlutar) en árið 2008 hafði styrkurinn vaxið í rúmlega 380 ppm. Ef magn CO2 og annarra gróðurhúsalofttegunda eykst má búast við auknum gróðurhúsaáhrifum og hnattrænni hlýnun.

Samantekt á nýlegum rannsóknum á loftslagsbreytingum er lýst í ástandsskýrslu Milliríkjanefndar um loftslagsbreytingar (e. The Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) sem gefin var út árið 2007. Þar kemur meðal annars fram að:

  • Frá upphafi iðnbyltingar (um 1750) hefur hlýnað á jörðinni. Á síðustu 100 árum er hlýnun við yfirborð rúmlega 0,7°C. Ýmsar breytingar tengdar hlýnun eru merkjanlegar. Frostdögum hefur fækkað, jafnframt því sem óvenju köldum dögum fækkar, en heitum dögum fjölgar. Hitabylgjur eru tíðari.
  • Úrkomubreytingar eru ekki jafn eindregnar og hitabreytingar. Víða má merkja verulegar langtíma breytingar á magni úrkomu, en á öðrum svæðum hefur dregið úr henni. Á norðlægum svæðum fellur meiri úrkoma en fyrr sem rigning, en minni sem snjór. Mjög víða hefur helliregn aukist, jafnvel á svæðum þar sem dregið hefur úr heildarúrkomu. Tíðni flóða og þurrka hefur sumstaðar aukist.
  • Snjóhula hefur minnkað víðast hvar, sérstaklega að vorlagi. Á norðurhveli færðist vorbráðnun fram um nærri tvær vikur á tímabilinu 1972 til 2000. Snjór nær nú mestri útbreiðslu í janúar í stað febrúar áður. Í fjalllendi minnkar snjóhulan meira neðarlega í hlíðum þar sem áhrifa hlýnunar gætir frekar. Á suðurhveli jarðar er minna um snjóhulugögn en þau sýna ýmist minnkun eða engar breytingar á næstliðnum fjórum áratugum.
  • Hörfun jökla frá 19. öld er víðtæk og nær jafnt til fjalljökla á norður- og suðurhveli sem og í hitabeltinu. Líklegt er að ísmassi beggja stóru jökulhvelanna (á Grænlandi og á Suðurskautslandinu) hafi minnkað á tímabilinu 1993-2003.
  • Hafís á norðurhveli hefur minnkað, sérstaklega sumarísinn í N-Íshafi sem hefur minnkað um 7,4% á áratug.
  • Mælingar sýna merkjanlega hlýnun sjávar á tímabilinu 1961 til 2003 og að varmainnihald efstu 700 m heimshafanna hefur aukist frá miðjum 6. áratugnum. Eðlismassabreytingar vegna hlýnunar heimshafanna haldast í hendur við hækkandi sjávaryfirborð.
  • Frá 1961 til 2003 hækkaði yfirborð sjávar að meðaltali um 1,8 mm á ári og frá 1993 um 3,1 mm á ári. Þáttur varmaþenslu í hækkun sjávarborðs vegna hlýnunar sjávar er verulegur. Þótt gögn um sjávarstöðu fyrr á tíð séu brotakennd þá er mikil vissa fyrir því að hraði sjávarborðshækkunar jókst á tímabilinu frá 1871 til 2000.
  • Aukning á styrk CO2 í lofthjúpnum leiðir til aukinnar upptöku hafsins. Þetta sýrir hafið og hefur það súrnað um 0,1 pH stig að meðaltali frá upphafi iðnbyltingar. Takmarkaður vísindalegur skilningur er á áhrifum súrnunnar á vistkerfi hafsins.

Það er því nokkuð ljóst að veðurfar er að breytast, enda er niðurstaða milliríkjanefndarinnar að það sé mjög líklegt að meðalhiti jarðar hafi á síðari hluta 20. aldar verið hærri en á nokkru en á nokkru öðru 50-ára tímabili síðustu 500 árin, og líklega sá hæsti í að minnsta kosti 1300 ár. Breytingar í ýmsum náttúruþáttum í lofthjúpnum, hafinu, í jöklum og ís bera óumdeilanleg merki þessarar hlýnunar.

Líklegast er að þessa hlýnun megi rekja til losunar gróðurhúsalofttegunda.

Milliríkjanefndin lagði mat á hvort þessa hlýnun mætti rekja til innri orsaka, svo sem tilviljanakennds náttúrulegs breytileika. Niðurstaðan er sú að það er afar ólíklegt að hlýnun síðustu 50 ára megi útskýra án breytinga í ytri aðstæðum. Samanlögð áhrif náttúrulegra þátta, það er eldgosaösku og breytinga á styrk sólar, hefðu líklega valdið kólnun á tímabilinu.